Ađlögun

Ađlögun

Mikilvćgt er ađ góđ samvinna og gagnkvćmur trúnađur ríki milli foreldra og kennara ţví ţađ er forsenda ţess ađ leikskóladvölin verđi barninu árangursrík.

Ađ byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barniđ og foreldra ţess.  Allt er framandi og ókunnugt, góđ ađlögun er ţví mjög ţýđingarmikil fyrir áframhaldandi dvöl barnsins í leikskólanum.  Međan á ađlögun stendur er mikilvćgt ađ barniđ fái ađ skođa sig um og kynnast hinu nýja umhverfi og ađ foreldrar kynnist starfinu sem ţar fer fram og kennurum leikskólans. Ávallt ber ađ hafa í huga ađ ţađ er einstaklingsbundiđ hve langan tíma ađlögun tekur og taka verđur tillit til ţess.

Á yngra stiginu ţar sem öll börnin koma ný inn munum viđ hafa svokallađa ţátttökuađlögun sem felst í ţví ađ foreldrar eru međ börnunum í ţrjá daga en kveđja síđan og er ţá reiknađ međ ađ ađlögun sé lokiđ. Ţetta er nýtt fyrirkomulag sem er ađ ryđja sér til rúms og ţykir hafa gefiđ góđa raun. Ţessi ađferđ hefur veriđ sótt til Svíţjóđar, ţar sem hún hefur veriđ reynd í nokkur ár og gefist vel. Foreldrarnir eru inn á deild međ sínum börnum allan tímann (nema ţegar ţau sofa). Foreldrar sinna sínum börnum, skipta á ţeim, gefa ţeim ađ borđa og eru til stađar. Starfsfólkiđ tekur ađ sjálfsögđu líka ţátt, skipuleggur daginn, setur út verkefni (og skráir). Á fjórđa degi koma börnin um morguninn, kveđja foreldra og eru svo allan daginn. Einstaka börn hafa foreldra sína fjóra daga en reynslan sýnir ađ ţau eru fá. Međ ţessu móti er allri ađlögun lokiđ í byrjun september. Eins og leikskólafólk veit er ađlögunartíminn oft gríđarlega erfiđur, fyrir börn, starfsfólk og foreldra. Oft er mikiđ grátiđ og ţá ţarf sterk bein hjá starfsfólkinu. Međ ţessari ađferđ hefst allt vetrarstarf fyrr og álag á börn, foreldra og starfsfólk er minna.

Hugmyndafrćđin á bak viđ ţetta nýja ferli er ađ öruggir foreldrar smiti eigin öryggiskennd yfir til barna sinna. Međ ţví ađ foreldrar eru fullir ţátttakendur frá fyrsta degi öđlast ţeir öryggi um dagskipulagiđ og ţađ sem á sér stađ í leikskólanum. Annar kostur er ađ foreldrar tengjast hver öđrum og milli ţeirra skapast oft vinskapur.

 

Á eldra stiginu er miđađ viđ fimm daga.  Foreldrar byrja á ţví ađ koma í heimsókn til leikskólastjóra sem gengur um leikskólann međ ţeim og sýnir ţeim hann. Áđur en leikskóladvöl hefst rćđa deildarstjóri og foreldrar  saman um hvernig ađlögunin fer fram og um mikilvćgi ţess ađ annađ foreldri dvelji međ barninu í upphafi ađlögunar.  Ef barn er fjarverandi um lengri tíma gćti ţurft ađ endurtaka ađlögunina.

Svćđi

Leikskólinn Ársalir  |  V/Árkíl  |  Sími: 455 6090  |  netfang: arsalir@skagafjordur.is