SMT - Skólafćrni

Hvađ er SMT - skólafćrni

SMT-skólafćrni (hafnfirsk útfćrsla á bandarísku ađferđinni Postive Behavior Support / PBS) er innleitt í skólasamfélagiđ til ađ fyrirbyggja, draga úr og stöđva hegđunarfrávik og ţar međ skapa jákvćtt andrúmsloft. Um er ađ rćđa hliđstćđa ađferđ og PMT, sem grundvölluđ er á sömu hugmyndafrćđi. Ólíkum hópum nemenda er mćtt međ samrćmdum viđbrögđum alls starfsfólks ţar sem áhersla er á ađ gefa jákvćđri hegđun gaum og almennt nálgast nemendur međ jákvćđum hćtti. Gera má ráđ fyrir ţremur til fimm árum til ađ innleiđa SMT-skólafćrni.

SMT-skólafćrni

Markmiđ SMT-skólafćrni er ađ skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferđ nemenda og starfsfólks. Lögđ er áhersla á ađ koma í veg fyrir og draga úr óćskilegri hegđun nemenda međ ţví ađ kenna og ţjálfa félagsfćrni, gefa jákvćđri hegđun gaum međ markvissum hćtti og samrćma viđbrögđ starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óćskilega hegđun. Ţessi nálgun byggir á margra ára rannsóknum sérfrćđinga, í Oregon í Bandaríkjunum, og er framkvćmd í samráđi viđ ţá.

 

SMT-skólafćrni byggir á hugmyndafrćđi PMT-FORELDRAFĆRNI og er framkvćmd undir merkjum ţeirrar ţjónustueiningar, sem veriđ hefur leiđandi hér á landi í notkun og útbreiđslu PMT verkfćra til uppalenda. PMT (Parent Management Training) verkfćrin eru vel rannsökuđ af fćrustu sérfrćđingum, notkun ţeirra stuđlar ađ góđri ađlögun barna og ţau eru ţví afar mikilvćg hjálpartćki. Foreldrum býđst ađ tileinka sér PMT- foreldrafćrni jafnframt ţví sem skólasamfélagiđ á möguleika á innleiđingu SMT-skólafćrni.

 

SMT-ađferđin

Rannsóknir hafa leitt í ljós ađ í hverjum skóla má gera ráđ fyrir ţrenns konar nemendum. „Venjulegum" nemendum (85 til 90%), nemendum sem sýna fyrstu merki andfélagslegrar hegđunar og eiga á hćttu ađ ţróa međ sér andfélagslegt hegđunarmynstur (7 til 10%) og nemendum sem ţegar sýna töluverđa andfélagslega hegđun og eru í mikilli áhćttu vegna enn frekari vandamála í framtíđinni (3 til 5%). Gert er ráđ fyrir ţví ađ brugđist sé viđ ţessum ţremur nemendahópum á mismunandi hátt og er áćtlađ ađ tvö til fjögur ár taki ađ innleiđa ţessi vinnubrögđ í skólasamfélagiđ.Framkvćmd

 Á fyrsta ári er lögđ áhersla á ađ styđja alla nemendur skólans. Reglur eru settar fram ţannig ađ ţćr eru einfaldar, nákvćmar og vel ljóst til hvers er ćtlast. Dćmi: Göngum hćgra megin, notum innirödd, rusl í ruslafötur. Reglur eru hafđar sýnilegar, hengdar upp á veggi og kenndar međ sýnikennslu, dćmum og ćfingum. Hvatning er notuđ á ýmsa vegu til ađ umbuna nemendum fyrir árangur, framfarir og ţađ sem vel er gert. Mikil áhersla er á notkun félagslegrar hvatningar (hrós) og margir skólar hafa nýtt sér ýmis konar táknkerfi sem formlega leiđ hvatningar. Skýr mörk eru sett og skilgreind eru minni háttar og alvarlegri hegđunarfrávik. Vegna óćskilegrar hegđunar eru skilgreindar viđeigandi afleiđingar, ţćr eru breytilegar og ráđast af alvarleika hegđunar.

 

Á öđru ári er lögđ áhersla á ađ styđja viđ afmarkađan hóp nemenda - nemendur sem sýna fyrstu merki andfélagslegrar hegđunar. Áhersla er lögđ á skipulag á afmörkuđum svćđum skólans eins og í skólastofu en ţađ dregur verulega úr líkum á árekstrum. Nemendur fá kennslu og ţjálfun í ađferđum eins og athyglismerki (merki sem er gefiđ ţegar fanga ţarf athygli nemenda) og einbeitingaleik (felst í ţví ađ kenna nemendum ađ hunsa truflun). Frekari stuđningur getur falist í endurmenntun (ţar sem nemendur fá tćkifćri til ađ ćfa sig enn frekar í ađ fylgja reglunum) og almennt auknu ađhaldi. Ađferđir lausnaleitar eru innleiddar, ţćr kenna nemendum hvernig leysa má ágreining međ skipulögđum og yfirveguđum hćtti ţannig ađ tillit sé tekiđ til sjónamiđa allra sem ađ málinu koma og lausn fundin sem allir geta sćst á.

 

Á ţriđja ári er lögđ áhersla á ađ styđja viđ nemendur sem ţegar sýna töluverđa andfélagslega hegđun. Unniđ er mjög markvisst ađ aukinni ađlögun ţessara nemenda í samstarfi viđ foreldra og jafnvel stofnanir. Stuđlađ er ađ viđeigandi PMT-ráđgjöf fyrir foreldra, auk einstaklingsmiđađra ađgerđa í skóla. Nemandinn fćr jafnframt enn ţá markvissari kennslu og ţjálfun í félagsfćrni.

 PMT ráđ til foreldra

GEFIĐ SKÝR FYRIRMĆLI - ţau auka líkur á samstarfsvilja barna. Leitist viđ ađ vera róleg, ná athygli barnsins, sýna kurteisi, virđingu og ákveđni, vera nákvćm, nota stađhćfingar, segja barninu hvađ ţađ á ađ gera, forđast rökrćđur, nöldur og neikvćđar tilfinningar. Setjiđ skýrar reglur og tryggiđ ađ barniđ skilji reglurnar međ ţví ađ útskýra ţćr vel og ćfa međ barninu. Nýtiđ hvatningu í ríkum mćli ţví hvatning beinir athygli ađ jákvćđri hegđun. Hrós er góđ leiđ til ađ sýna börnum jákvćđa athygli og til ađ auka tíđni ćskilegrar hegđunar. Vel útfćrđ umbunar- eđa táknkerfi henta einnig prýđilega, sérstakleg ef auka á samstarfsvilja á afmörkuđu sviđi. Stöđviđ óćskilega hegđun međ mildum og sanngjörnum afleiđingum - ţađ eykur sjálfsstjórn barna. Temjiđ ykkur reglur um virk samskipti og lausnaleit. Slík fćrni eykur til muna lýđrćđi í fjölskyldum, dregur úr ágreiningi og styrkir foreldra til lengri tíma. Hafiđ eftirlit međ hegđun barns til ađ tryggja öryggi ţess og stuđla ađ alhliđa ţroska. Veriđ alltaf međ svör viđ eftirfarandi spurningum: Hvert ćtlar barniđ og hvenćr kemur ţađ aftur? Međ hverjum ćtlar barniđ ađ vera? Hvađ er barniđ ađ fara ađ gera? Hvernig fer barniđ á milli stađa? Hafiđ einnig jákvćđ afskipti og eftirlit međ skólagöngu.

 

Svćđi

Leikskólinn Ársalir  |  V/Árkíl  |  Sími: 455 6090  |  netfang: arsalir@skagafjordur.is